Hálfur þingmaður á Alþingi

Kæmi til þess að Ísland gengi í Evrópusambandið færi formlegt vægi landsins, og þar með möguleikar Íslendinga til þess að hafa áhrif á ákvarðanatöku í þeim stofnunum sambandsins þar sem ríki þess eiga fulltrúa, í langflestum tilfellum fyrst og fremst eftir íbúafjölda landsins. Þar á meðal og ekki sízt þegar ákvarðanir væru teknar um mjög mikilvæg íslenzk hagsmunamál eins og til að mynda sjávarútvegsmál og orkumál.